Jahérna. Klukkan að verða þrjú strax og ég enganveginn að komast yfir allt þetta efni í þessum markaðsfræðiáfanga, í hverjum ég verð prófaður í síðasta skipti á morgun. Ég brýt því heildarvandamálið niður í smærri einingar og vel mér eitt til að leysa:
Vandamál 1: Of mikið efni til að lesa fyrir prófið.
Vandamál 2: Ekki næg þekking mín á efninu.
Vandamál 3: Hvergi nærri nægur tími til að lesa þetta allt.
Vandamál valið til að leysa: Vandamál 3.
Lausn: Óska hérmeð eftir manneskju til að keyra mjög hratt með mig út um allt á meðan ég les fyrir prófið. Samkvæmt Einstein líður tíminn örlítið hægar þegar maður er á mikilli ferð.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.