Besta mynd ársins?
Í gær gerðust þau undur og stórmerki að ég hló frá klukkan 22:00 til ca 2:00 um nóttina, síðast ca 10 sekúndum áður en ég flaug í draumalandið.
Ástæðan var bíóferð sem hélt í með Garðari Eyjólfs. Myndin Napoleon Dynamite, sem ég hef viljað sjá í rúma átta mánuði, varð fyrir valinu en hún er hluti af íslensku kvikmyndahátíðinni sem er í gangi og ég mæli sterklega með að fólk kíki á.
Allavega, myndin fjallar um Napoleon, ungan, félagslega heftan náunga sem tekst á við ævintýri gagnfræðiskóla smábæjar síns. Stórkostlegir karakterar eru kynntir til leiks, hver öðrum fyndnari. Leikurinn er frábær og allt við þessa mynd magnað.
Ég hef aldrei hlegið svona mikið í bíói. Fjórar stjörnur af fjórum.
Fyrsta fjögra stjörnu myndin á árinu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.