sunnudagur, 20. febrúar 2005

Í gær opnaði ég hurð fyrir stúlku í HR sem hafði gleymt aðgangskortinu heima. Í dag rétti ég einhverjum 100 krónur sem hann hafði misst í gólfið og svo rétt í þessu ráðlagði ég þremur samnemendum mínum lausn á heimadæmi nokkru sem við erum að vinna fyrir morgundaginn.

Ég hef í framhaldi af þessum hetjudáðum ákveðið að hanna búning og gerast ofurhetja HR. Tillögur að búningi, grímu og upphafsstefi eru vel þegnar í ummælunum. Bannað er að segja nokkrum manni að ofurhetjan er ég.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.