Í dag er runninn upp frestunardagurinn þar sem öllu er slegið á frest, sama hversu mikilvægt það er. Eftirfarandi verkefnum og aðgerðum hefur verið frestað í dag og dagurinn er ekki hálfnaður:
* Fótferðatíma undirritaðs frestað ítrekað um 5 mínútur í senn.
* Verkefnaskilum fyrir fjármál fyrirtækja II frestað um viku af kennara námskeiðsins.
* Markaðsfræðiniðurstöðu fundar hóps míns frestað til miðvikudags í ljósi ágreinings.
* Að stofna skákklúbb í HR af undirrituðum frestað, fimmhundruðasta og tólfta daginn í röð.
* Öllum klósettferðum frestað eins og líkaminn leyfir.
* Að skrifa eitthvað fyndið og jafnvel óskiljanlegt hér frestað um eina línu.
* Að halda hinn Alþjóðlega Dag Ákeðinna Einstaklinga frestað um óákveðinn tíma.
* Bolluáti slegið á frest þangað til nægt fjármagn fæst til að versla eitt stykki.
* Innsetning á nýjum myndum af Kristjáni Frey frænda frestað um einn dag eða til morguns.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.