Til hamingju með nýja árið, lesendur góðir og þakkir fyrir það sem nú er nýliðið.
Árið 2004 einkenndist, fyrir mig, af háskólanámi, peningastressi, bjartsýni og óvenju lítillar áfengisdrykkju. Ennfremur hef ég aldrei notið jafnmikillar kvenhylli og um leið ekki, staðið mig jafnvel í körfubolta og um leið ekki og verið jafnduglegur og um leið latur.
Áramótaheitið í fyrra stóðst ágætlega en ég stefndi á að verða bjartsýnni en áður hefur sést, heyrst eða lesist. Áramótaheiti fyrir árið sem er framundan er að fá mér meira sjálfstraust, auk þess sem ég mun jafnvel verða enn bjartsýnni. Einnig stefni ég á að leita mér hjálpar varðandi Tourettes syndrome-ið sem ég þjáist af í körfubolta.
Næsta daga mun ég birta ítarlegan annál fyrir árið 2004 og lista yfir allar bíómyndirnar sem ég gagnrýndi á árinu. Í fyrra voru þær 52.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.