sunnudagur, 3. október 2004

Á tækniöld eru alltaf að opnast nýjar heimasíður og þar sem ég þekki aðeins mjög gáfað fólk og tæknivætt þá er ekki óalgengt að skrifa um vini sem hafa verið að búa til síður. Hér eru þrjár:

Elgur og Barði
Teiknimyndasögur eftir snillinginn Jónas Reyni sem er á kaf í dópi, eins og sést. Þó ekki ólöglegu dópi. Útúrsýrðar sögur.

Iðjur
Iðjuþjálfaranemar á Akureyri hafa opnað netdagbók. Einn af stofnendum er einmitt Gulla en hún er engum karlmanni háð, rétt eins og allir iðjuþjálfar á Akureyri, að sögn.

Hlynur Gauti
Þessi ótrúlega hamingjusami maður opnaði nýlega dagbók fyrir gesti og vafrandi að lesa. Fyndinn maður sem er alltaf í góðu skapi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.