laugardagur, 16. október 2004

Í morgun, milli klukkan 6 og 7, hrökk ég ca fimm sinnum upp, glaðvakandi, við sms hljóð í símanum mínum en hann gefur frá sér eitt lágt píp við sms skilaboð. Ég hélt þó áfram að sofa þar sem ég ætlaði að ekki að vakna fyrr en eftir þrjá tíma.
Ég steinsvaf svo yfir mig þegar mínir fjórir háværu vekjarar hringdu í kór rétt upp úr klukkan 10. Svona er mannslíkaminn frábært fyrirbæri.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.