sunnudagur, 10. október 2004

Jónas Reynir Gunnarsson, bróðir Ásdísar Ránar ofurmódels, er einstakur snillingur. Hann hefur verið að vinna í framleiðslu á teiknimyndasögum sem fá sterkustu magavöðva til að rifna úr hlátri eða amk að fá hressilegt kviðslit en hún fjallar um ninja frá noregi sem rekst á skrautlega karaktera, meðal annars fáránlegasta karakter Jónasar hingað til. Ber hann nafnið Finnur.tk og getið þið séð hann hér að neðan. Mér finnst ég eitthvað kannast við útlitið á honum og jafnvel nafn en ég þori ekkert að nefna við Jónas án þess að hafa pottþéttar áþreifanlegar sannanir.

Ég mun birta eitthvað af Ninjunni í framtíðinni ef Jónas gefur mér leyfi. Þangað til, skoðið Elg og Barða.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.