miðvikudagur, 6. október 2004

Ég var að koma úr prófi í fjármálamörkuðum. Þetta var í fyrsta skipti sem mig verkjaði ekki í tennurnar af stressi fyrir prófið um leið og ég hélt ég vissi ekkert. Þetta er öfug virkni líkama míns og í framhaldinu fer maður að hugsa hvort hann sé eitthvað að bila. Mér gekk þó nokkuð vel á prófinu, þrátt fyrir að kennarinn hafi reynt að flækja spurningarnar eins og hann mögulega gat.

En allavega, í eitthvað allt annað. Fallegasta barn jarðarinnar á bróðir minn, Styrmir. Hér er nýleg mynd af frænda mínum honum Kristjáni Frey sem mér barst í fyrradag.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.