fimmtudagur, 14. október 2004

Ég var að fá tölvupóst frá sænskum vísindamönnum sem hafa verið að rannsaka mig. Hér eru niðurstöðurnar:

Ef þú, að öllu óbreyttu, sérð mig þessa dagana eru...

..26,04% líkur á því að ég sé sofandi.
.. 2,78% líkur á því að ég sé að labba úr eða í skólann.
.. 3,03% líkur á því að ég sé ekki að gera neitt heima.
.. 4,17% líkur á því að ég sé að spila körfubolta.
.. 3,75% líkur á því að ég sé að blogga.
..11,82% líkur á því að ég sé að læra í skólanum.
..48,41% líkur á því að ég sé að að stara upp í loftið.

..71,49% líkur á því að ég hafi sofið yfir mig um morguninn.
..97,31% líkur á því að ég muni fara seint að sofa um nóttina.
.. 2,33% líkur á því að ég sé saddur.
.. 0,05% líkur á því að ég tala í símann.
..95,23% líkur á því að mér dauðleiðist.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.