föstudagur, 24. september 2004

Þegar ég vaknaði í morgun tók ég eftir því að ég átti sms í símanum mínum. Öll sms gleðja mig óhugnarlega mikið og því glaðvaknaði ég. Það runnu hinsvegar á mig tvær grímur þegar ég sá að þetta sms var frá mér sjálfum, sent ca korteri áður. Í því stóð, orðrétt:

"Bara ótrúcegt 8atme"

Ég vona bara að ég hafi ekki sent fleirum en sjálfum mér þessi dulkóðuðu skilaboð í nótt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.