Í gær var hálfgerður kveðjudagur hjá mér hérna í Reykjavíkinni. Ég fór í körfubolta í síðasta sinn á Álftarnesi í bili og eftir þá lífreynslu, beint út að borða á TGI Friday með Óla og hans frú sem ber nafnið Anna. Ég fékk mér gestaþrautina Rif að borða með kóki og súpu í forrétt. Ég hefði getað sagt mér það sjálfur að það þýðir lítið fyrir mig að fara út að borða þar sem allt í lífi mínu sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis. Ég brenndi mig býsna harkalega á súpunni og fékk magakveisu um kvöldið eftir matinn auk þess sem þjónustustúlkan var ekki nógu smeðjuleg fyrir minn smekk.
En þetta var þó ódýrt, aðeins um 3.000 krónur sem Visa var nógu vinsamlegt að lána mér fyrir. Takk Visa.
Ég semsagt kvaddi körfuboltahópinn, Óla og frú og löngunina að fara á TGI Friday.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.