þriðjudagur, 4. maí 2004

Ég lenti í smá bobba í dag þegar hraðbanki skólans gleypti visa kortið mitt á nákvæmlega sama tíma og ég fattaði að ég hafði týnt debet kortinu mínu. Ég var svangur og þreyttur, átti 24 krónur í vasanum og strætókortið að renna út. Eftirtaldir möguleikar voru í stöðunni:

1. Hringja í númer sem gefið er upp á hraðbankanum og fá kortið aftur. Gekk ekki, kortið útrunnið.
2. Fá nýtt visakort sem á að bíða mín í næsta banka. Gekk ekki, heimabankinn á Egilsstöðum, ég í Reykjavík.
3. Ganga í næsta banka og taka út með því að fylla út úttektarseðil með þar til gerðu leyninúmeri. Gekk ekki, mundi ekki númerið.
4. Ganga í næsta banka og taka út með því að fylla út úttektarseðil með því að sýna nafnskírteini. Gekk ekki, kortin voru nafnskírteinin mín. Týndi líka ökuskírteininu fyrir fjórum árum.
5. Selja sálu mína djöflinum fyrir nokkra þúsund kalla. Gekk ekki, djöfullinn ekki til og sálin mín ekki svo verðmæt.
6. Finna debetkortið. Gekk upp, fann það í verslun sem ég hafði verslað við daginn áður.

Til gamans má geta þess að sjötti möguleikinn var sá allra síðasti í stöðunni. Alls ekki kemur til greina að fá pening lánaðan hjá vinum. Ég hef aldrei gert það og mun vonandi aldrei þurfa þess.

2.400 krónur á debetkortinu og ég í góðum gír út mánuðinn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.