Það er stórskemmtilegur liður í þrusuþættinum Popppunktur sem gengur út á að giska á rétt diskahulstur á meðan mynd af því birtist smám saman. Ástæðan fyrir því að mér finnst þessi liður stórskemmtilegur er einfaldlega sú að mér hefur í tveimur síðustu þáttum tekist að giska á rétt hulstur eftir fyrsta kubbinn sem birtist. Hulstrin voru Frískur og fjörugur með Hemma Gunn og Fat of the land með Prodigy.
Og ástæðan fyrir því að ég nefni þetta hér er einfaldlega sú að strákarnir á Tunguvegi 18 eru orðnir býsna þreyttir á því að ég minnist ekki á neitt annað. Mér ber þá að pirra restina af heiminum í gegnum vefsíðuna með því eina sem ég get verið stoltur af.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.