Þau undur og stórmerki áttu sér stað í dag að ég stundaði hreyfingu frá 16:00 (nánast um leið og ég steig út af skattstofunni) til klukkan 21:00. Hér er dagskrá dagsins:
07:30 - Vakna.
07:55 - Fara í vinnu.
08:00 - Vinna.
16:00 - Fara úr vinnu.
16:20 - Spilaði útkörfubolta með Davíð, Gylfa og Hjálmari.
17:40 - Fór í sund. Synti einhvern spöl og slappaði svo örstutt af í heita pottinum.
19:30 - Mætti á körfuboltaæfingu.
21:00 - Körfuboltaæfingu lokið.
21:10 - Eitthvað minna áhugavert átti sér stað, ef það er hægt.
Þið skiljið því bloggleysi dagsins, vonandi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.