Nýlega varð mér alvarlega á í messunni. Ég bað ykkur auðmjúklega að taka könnun fyrir þessa síðu í nítján liðum, til þess að auka vitneskju mína varðandi heimsækendur síðunnar, auk þess sem ég ætlaði að nota niðurstöðurnar í efni á síðunnar. Reyndar gekk ég svo langt að lofa ykkur niðurstöðum. Síðan rann könnunin og réttur minn til að kíkja a niðurstöðurnar út, degi áður en ég ætlaði að verka niðurstöðurnar og kemst ég ekki í þær nema ég greiði himinháa upphæð til glæpamannana sem reka síðuna. Ég biðst afsökunnar á óframkvæmanlegu loforði.
Nú spyr ég; mynduð þið vilja taka þátt í annarri, mun betri (, lengri) og skemmtilegri könnun ef ég lofa upp á augu barnabarna minna (komandi) að ég birti niðurstöðurnar hérna?
Smellið hér til að svara þeirri spurningu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.