Það lítur út fyrir að humor.is hafi hlekkt á mig vegna sögunnar um feitu konuna í heilsuátakinu. Venjuleg smásál væri í sjöunda himni en ekki ég. Þegar hingað er komið við sögu hafa mælst um 800 heimsóknir af humor.is, mestmegnis fólk sem kærir sig alls ekki um að lesa þessa síðu og ég í raun kæri mig ekki um að fá það hingað. Í gær var ég frekar ánægður þar sem ég var að bæta metið í aðsókn á síðuna á viku (mælist frá mánudegi til mánudags) án þess að notast við hlekk af tenglasíðu einhverskonar. Nú er þeim draumi lokið og ég eyðilagður maður. Ekki nóg með það heldur eru ca 20 heimsóknir í gest númer 30.000 (sjáið teljara neðst á síðunni) og núna verður að öllum líkindum sá gestur einhver ofdekraður krakkagemlingur úr Reykjavík sem ég kæri mig ekki um að þekkja, hvað þá að gefa píanó í verðlaun.
Takk samt, humor.is.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.