Í gær lenti ég enn einu sinni í seðlaskiptitæki skólans sem á að skipta 500 og 1.000 króna seðlum í hundrað krónur svo hægt sé að versla sér eitthvað sykursætt í öðrum sjálfsölum skólans. Þegar ég hafði reynt að troða fjórum mismunandi seðlum í tækið til að skipta, á alla mögulega vegu, strunsaði ég til baka að fartölvunni minni og skrifaði mjög hatursfullan tölvupóst til söluaðila selecta á Íslandi.
Þegar því var lokið og reiðin hafði runnið af mér uppgötvaði ég að í vasa mínum leyndust 300 krónur, nægilegt magn til að halda mér vakandi á sykurvörum næstu 4 tímana. Ekki nóg með það heldur gaf annar selecta kassinn mér tvær kókdósir á verði einnar. Núna er ég bara með sektarkennd yfir tölvupóstinum sem ég sendi og auka kókdós. Merkilegt þetta helvítis karma.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.