Það er ótrúlegt hvað ég er í raun fjölhæfur. Þessa stundina sit ég sallarólegur og aleinn í Háskóla Reykjavíkur, borðandi súkkulaðisnúða, drekkandi kókómjólk, teflandi og spjallandi við Styrmi bróðir, lesandi glærur fyrir próf og gerandi dæmi, sendandi sms út og suður, að fylgjast með mikilvægum leik Utah Jazz á netinu og á tímabili var ég líka að lesa fréttablaðið, allt á meðan ég hlusta á seiðandi tóna Nick Cave.
Það er einkennileg tilviljun að um leið og þessi hæfileiki minn kemur í ljós, get ég ekki klárað nokkurn skapaðan hlut sem ég tek mér fyrir hendur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.