Það er óskráð regla hérna í skólanum að halda hurð opinni fyrir næstu manneskju sem kemur á eftir eða á móti en hurðirnar lokast sjálfkrafa eins og frægt er orðið og það þarf aðgangskort til að opna þær.
Ég ætlaði heldur betur að slá í gegn í gær þegar ég sá föngulega stelpu koma skokkandi úr talsverðri fjarlægð til að ná hurðinni þar sem ég gekk í gegnum dyr á fjórðu hæð. Hugðist ég ýta hurðinni talsvert opinni svo allt í senn gæti ég gengið áfram, opnað fyrir hana hurðina (og þarmeð fengið nokkur stig í kladdanum hennar) og verið frekar svalur í fyrsta skipti. Það gekk vægast sagt illa. Ég ýtti við hurðinni en þar sem hún var frekar stíf og ég frekar léttur ýtti ég sjálfum mér frá hurðinni. Til að bjarga andliti gekk ég bara áfram og heyrði hana andvarpa um leið og hún þurfti að opna hurðina sjálf. Frekar vandræðalegt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.