Ég hef uppgötvað yfirnáttúrulega sorpkvörn fyrir mat, drykk og nammi og er hún staðsett á Tunguvegi 18. Svo virðist sem allt matarkyns sem lagt er frá sér í meira en 10 mínútur á stofuborð Tunguvegs 18 hverfi algjörlega sporlaust. Sænskir vísindamenn standa ráðþrota gagnvart þessu undraverða borði.
Þetta hefur þó leyst mörg vandamálin hjá mér a.m.k. þar sem ég hef oft misst mat í viðbjóðslegt gólfið eða fundið einhvern ósómann undir sófapullunum, ekki nennt að ganga með hann í ruslið í eldhúsinu og því lagt hann á borðið um stundarsakir aðeins til þess að sjá hann horfinn nokkrum mínútum síðar eftir að ég skrepp t.d. í sturtu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.