Finnar fortíðar. Þið búið til Finna framtíðar!
Vorleikurinn er hafinn!
Það muna margir eftir sumarleik mínum fyrir rúmlega níu mánuðum síðan þar sem fólk nefndi tölur gegn því að fá bifreið í verðlaun. Nú er komið að vorleik veftímaritsins. Ég áttaði mig nefnilega á því nýlega að það eru ekki til nægilega margir Finnar á Íslandi. Þessi vorleikur mun að öllum líkindum laga ástandið fyrir einmanna meðlimi félags Finna á landinu.
Hér er leikreglurnar:
1. Skíra skal hvert það barn sem fæðist á tímabili leiksins Finnur.
2. Bannað er að breyta nafninu eftir að leik er lokið.
3. Bannað er að endurskíra barn sem nú þegar er skírt einhverju öðru nafni.
4. Þeir Finnar sem til eru þegar þetta er ritað teljast ekki með.
5. Sá/sú sem nær að kreista í gegn nafinu Finnur.tk fær 0,1 aukastig.
6. Leiknum líkur 26. mars 2014 að staðartíma.
7. Sá/Sú sem skírir flest börnin sín Finnur vinnur.
8. Í verðlaun verður eintak af bókinni "Hvernig ég varð frægasti bloggari alheimsins og milljarðamæringur" eftir sjálfan mig (kemur út um 2013).
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.