fimmtudagur, 12. febrúar 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það var fyrir einskæra tilviljun að ég gerði mig ekki að fífli um daginn þegar ég tók strætó númer 6, eins og venjulega, í skólann. Hópurinn minn átti að halda smá kynningu á fyrirtæki sem við hyggjumst gera markaðsáætlun fyrir á önninni og því var ég í jakkafötum þarna í strætó. Það kom mér skemmtilega á óvart að í strætónum var jakkafatadagur þennan daginn þar sem þær fáu hræður sem voru fyrir í strætóbifreiðinni voru líka í jakkafötum. Ekki nóg með það því á næstu tveimur stoppistöðvum bættust við fjórir jakkafataklæddir menn. Ég var nokkuð ánægður með mína sjaldgæfu heppni að þessu sinni en ég veit þó að eitthvað slæmt mun gerast næstu daga til að vera upp á móti þessu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.