Ég hef haft lítinn tíma til að skrá niður hugsanir mínar að undanförnu eins og lesendur geta séð á færslum síðustu daga en þar er mikið um hlekki og annað ómerkilegt. Ástæðan er einföld, skólinn er að drepa mig og þráðlausa netið heima er ekki að virka sem skildi. Þar sem ég er staddur í skólanum eins og er, vinnandi skilaverkefni í upplýsingatækni þannig að lítill tími gefst til að skrá eitthvað af viti þá ætla ég að hlaupa hratt yfir sögu síðustu daga.
Á föstudaginn var ég í skólanum til ca 9 um kvöldið þegar ég fór heim og eldaði mér dýrindis máltíð. Ef það fyrsta sem ykkur datt í hug var spaghettí og hakk þá hafið þið rétt fyrir ykkur. Eftir mat voru heimsins vandamál rædd við Markús, Víði og hans frillu, Evu.
Á laugardaginn ókum við Guggur galvaskir á Álftanes til að spila körfubolta en þurftum að snúa til baka þar sem NBA leikmaður var að nota salinn til að skrá nafn sitt á blað fyrir krakka. Þetta olli því að ég var frekar stúrinn það sem eftir var dags en reyndi þó að fara í skólann og læra. Eftir ca klukkutíma í skólanum var farið að fara í keilu með Guggi, Kristjáni bróðir hans og Markúsi. Markús vann kippupottinn.
Í dag er ég að vinna skilaverkefni eins og áður segir og verð að því langt fram á kvöld.
Ég biðst afsökunnar á þessari geðveikislega leiðinlegu færslu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.