Á föstudaginn síðasta, eftir að hafa eytt kvöldinu í að þvo þvott, komst ég að því þegar ég braut saman þvottinn og sorteraði að síðustu þrír (alltaf oddatala!) gráu sokkarnir mínir voru komnir með gat. Þarmeð líkur gráa sokkatímabilinu sem staðið hefur yfir frá því í september 2000 þegar ég keypti 10 stk. gráa sokka í kaupfélaginu á rúmar 890 krónur. Tímabilið hefur einkennst af furðulegum drykkjuávörðunum, kvenmannsleysi og gráum sokkum.
Við tekur svart sokkatímabil sem mun vonandi verða allt sem gráa sokkatímabilið var ekki.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.