föstudagur, 6. febrúar 2004



Þessi mynd náðist af mér við rannsóknir dagsins


Ég sit hérna í mötuneyti HR að lesa þjóðhagfræðiglósur (það er ekki jafn skemmtilegt og það hljómar) og það er verið að mála einn besta vin minn í gegnum tíðina; norðurvegginn innanverðan gráan en hann hefur verið blár hingað til.

Ég veit ekki hvort að málningargufurnar hafa þessi áhrif eður ei en ég tók eftir orðinu 'vitaskuld' í samtali á MSN rétt í þessu. Eftir að hafa hlegið dágóða stund yfir fyndileika orðsins ákvað ég að bera saman vinsældir orðsins við orðið 'auðvitað' með vísindalegum hætti. Rannsóknin fer þannig fram að fyrst slæ ég inn orðið 'vitaskuld' í google leitarvélina og skrifa niður hversu mörgum niðurstöðum hún skilar. Því næst slæ ég inn 'auðvitað' og svo framvegis.

Niðurstaða:
Auðvitað: u.þ.b. 87.100 niðurstöður
Vitaskuld: u.þ.b. 5.010 niðurstöður

Ég dreg því þá rökréttu ályktun að í hvers skipti sem 'vitaskuld' er sagt í daglegu máli er 'auðvitað' sagt 17,4 sinnum. Magnað.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.