föstudagur, 6. febrúar 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dæmatíma í dag sat ég á næsta borði við eina fegurstu stúlku skólans og þótt víðar væri leitað. Þegar nokkuð var liðið af tímanum geyspaði ég sem aldrei fyrr og ca fimm sekúndum seinna geyspaði stelpan. Það hefur oft verið talað um að geyspi sé smitandi og dreg ég þá ályktun að ég hafi smitað stúlkuna. Þetta er þarmeð orðið mitt nánasta samband sem ég hef átt við stelpu í marga mánuði og tek ég því fagnandi. Hver veit, kannski færi ég mig upp skaftið og tala við hana bráðum. Ég lofa þó engu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.