Kaflaskipti urðu í lífi mínu í gær þegar ég hóf upp raust mína í dæmatíma í fyrsta sinn. Fagið var þjóðhagfræði, ef einhver var að velta því fyrir sér. Svarið sem ég sagði var orðrétt:
„Þú setur einn komma núll sex fjóra í veldið einn í fimmta veldi.“
Svarið sem ég fékk frá dæmatímakennaranum var, ef ég man rétt:
„Nákvæmlega!“
Talið er að ástæðan fyrir málgleði minni sé sú að í þessum umtalaða tíma eru um 15 glæsilegar stelpur og ég helmingur allra strákanna. Dæmatímakennarinn, sem er kvenkyn, er líka ægifagur, svo ekki sé meira sagt.
Nú er bara að læra vel fyrir næsta þjóðhagfræðidæmatíma svo ég geti slegið í gegn og orðið hvers kvenmanns hugljúfi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.