laugardagur, 10. janúar 2004

Ég var að koma af myndinni lotr:trotk eða Lord of the Ring: The Return of the King. Til að gera langa sögu stutta þá er hún ca þrír og hálfur tími að lengd með einni pissupásu. Ég er kominn með ígerð í legusárin en það var þess virði. Sorglegast er þó að LOTR verkinu er lokið en það fékk samtals tólf stjörnur hjá mér sem þýðir að þessi hafi fengið fjórar, eins og hinar.

Smá fróðleikur: Vissuð þið að þessi kappi átti fyrst að leika Aragorn en Peter Jackson hætti við það eftir sex vikna þjálfun og einn dag af leik. Viggo Mortensen kom í stað hans, eins og allir vita.

Allavega, í þessari mynd rakst ég á þriðja manninn í þrífara vikunnar:



David Wenham


Thom Yorke í Radiohead


Gísli í Símanum

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.