fimmtudagur, 8. janúar 2004

Ég er kominn til Reykjavíkur þar sem beið mín athyglisverð tölfræði í tölvunni. Ég opnaði póstforritið mitt sem hýsir ftg@simnet.is póstinn og komst að því að alls höfðu borist mér 256 bréf. Þegar ég rýndi betur í þetta sá ég að 185 af þessum bréfum var fjöldadreifður ruslpóstur, 60 stykki var ruslpóstur sem var skráður í mínu nafni og restin, 11 bréf, voru persónuleg bréf sem ég kærði mig um að fá. Ágætis árangurt að fá 10,66 bréf á dag þessa 24 daga sem ég var í burtu og að 4% af þeim sé eitthvað sem ratar ekki beint í ruslið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.