Ég biðst enn og aftur velvirðingar á færsluleysinu síðasta daginn eða svo. Þannig er mál með vexti að ég hef bæði öngva tölvu til að skrá fréttirnar í auk þess sem ég hef verið í hlutverki blaðasnáps og ekki gefið mér tíma fyrir inniveru sem fylgir innfærslunum.
Í dag fór ég á stúfana, nánar tiltekið á körfuboltaleik á Egilsstöðum þar sem Höttur tapaði gegn Fjölni. Þetta var spennandi leikur þar sem Fjölnismenn voru án Jason (Kanans) og Höttur var kominn með Laverne (Kaninn). Fyrir einhverja einskæra óheppni náðu Hattarar ekki að skora undir lokið sem olli því að Fjölnir vann, eins og áður segir. Menn leiksins voru Laverne og Viðar sem kom sterkur inn með nokkrar þriggja stiga körfur á réttum tíma. Hér getið þið séð einhverja brenglaða tölfræði frá þessum leik.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.