Það er ekki oft sem heimabær minn Fellabær kemst í fréttirnar en hér er ein frétt tengd honum. Þetta gerist degi eftir að ég hætti á Heilsugæslunni, annars hefði ég sennilega tekið við símtalinu. Ekki er ósennilegt að hjartað í mér hefði sprungið við símtalið þannig að það má segja að Háskóli Reykjavíkur hafi bjargað lífi mínu.
Það er líka gaman að segja frá því í framhaldi af þessari frétt um hálkuna á Egilsstöðum að ég gekk frá Heilsugæslunni í söluskálann (ca 400 metrar) í fljúgandi hálku á miðvikudaginn síðasta án þess að detta og það á aðeins rúmum klukkutíma.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.