Eitt af mörgum nýársheitum mínum var að vera bjartsýnni eða jákvæðari á nýju ári. Það gengur ótrúlega vel hingað til (jákvæðnin að tala) og mun vonandi halda áfram að gera það (bjartsýnin að tala).
Hér kemur því ein bjartsýnis og jákvæðnisfærsla:
Ó þvílík hamingja sem fylgir því að fara í bónus en þangað fór ég nýlega til að kaupa mér stærðarinnar smokkakassa fyrir helgina. Ég dansaði framhjá stútfullum körfum einstæðra mæðra við fallegt blót þeirra og skemmtilegan barnagrát sem skapaði rólega og afslappandi stemningu.
Þegar ég fékk svo afgreiðslu við kassann eftir að hafa beðið í litlar 15 mínútur í fagurlagaðri biðröðinni brá mér heldur betur í brún. Undurfagra afgreiðslustúlkan tók sig til og brosti örlítið til mín auk þess sem hún talaði við mig að fyrra bragði. Gagnrýnisraddir telja að hún hafi verið að brosa af því að ég missteig mig rétt áður en ég kom að kassanum og því um illsku að ræða en ég kýs að trúa því besta um hana. Ennfremur mun ég aldrei gleyma orðum hennar til mín sem syngja enn í eyrum mér: "Viltu poka?"
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.