Ef þið velkist í vafa um það hvort einhver kona yfir fertugt sé Íslensk eða erlend þá hef ég skothelda aðferð til að komast að því. Líttu á hárið á henni. Ef hún er með litað hár þá er hún Íslensk, annars erlend. Allir Íslenskir kvenmenn lita hárið á sér og hika ekki við það. Hver og einn einasti Íslenski kvenmaður hefur litað hárið á sér þegar tvítugsaldri er náð. Mjög furðulegt, en satt.
Sjálfur hef ég ekki litað eitt einasta hár á líkama mínum, ef undan er talið yfirvaraskegg sem ég safnaði síðastliðið sumar og ég þvoði litinn að mestu úr áður en ég lét sjá mig.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.