föstudagur, 2. janúar 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag fékk ég mitt fyrsta andlitsmar síðan ég rakaði óvart af mér hálft nefið fyrir rúmlega ári síðan. Ég var staddur í vinnunni þegar slysið átti sér stað, nánar tiltekið í póstferð. Ég var orðinn svolítið seinn og var að flýta mér þegar ég stóð upp úr bílnum, beint á ísjaka sem staddur var við bílinn. Við þetta mynduðust tvær blóði drifnar rendur í ennið á mér austanmegin auk stærðarinnar kúlu. Auðvitað hélt ég "kúlinu" og sagði öllum sem mig sáu að ég hefði lent í slagsmálum á nýársballinu, þegar ég í raun mætti ekki á það heldur fór snemma að sofa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.