Í nótt eyddi ég tíma mínum í að klára skilaverkefni fyrir rekstrarhagfræði. Vann til klukkan 4, þaðan var farið á select og ég verðlaunaður með beikonpylsu fyrir árangurinn. Þegar heim var komið plataði Óli Rúnar mig til að prófa FIFA 2003 (fyrir PS2) gegn sér og gekk það ágætlega framan af þó að ég tapaði alltaf. Ég ákvað að hætta ekki fyrr en ég myndi hitta á markið með Liverpool sem gekk loksins klukkan 7 og gat ég því farið að sofa sem ég og gerði.
Ég fæ ekki mikið af rokkstigum fyrir þessa nótt en þau tengjast töffarastælum einhverskonar að því er virðist og eru væntanleg á heimasíðu tunguvegs 18, en þar var þessari síðu einmitt nýlega bætt við.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.