Mögnuð kvikmynd!
Föstudaginn síðastliðinn var haldið heljarinnar teiti á Tunguveginum þar sem meðalaldurinn var rúmlega helmingi hærri en venjulega, eða ca 16 ár. Eins og venjulega kaus ég að taka ekki þátt í áfengisgleðinni heldur hélt mig í herberginu þar sem ég horfði á skjá 1. Þegar fólk byrjaði að drepast hvert um annað frammi og öskrin og lætin minnkuðu byrjaði ég að horfa á magnaða mynd sem ég leigði mér fyrr um kvöldið. The Pianist kemst líklega í topp 10 myndir sem ég hef séð um ævina. Hún fjallar um gyðingafjölskyldu í seinni heimstyrjöldinni hvernig vonir þeirra verða að engu og hversu hroðalegt þetta stríð var. Adrien Brody fer á kostum ásamt vel flestum öðrum leikurum. Ég mæli svo mikið með þessari að ég næ varla andanum. Fjórar stjörnur af fjórum.
Þegar ég var búinn að horfa á myndina, um klukkan 4, ákvað ég að kíkja fram og athuga hvernig húsið liti út eftir partýið. Þessi mynd náðist af mér þar sem ég var staddur í stofunni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.