Á laugardagsnóttina fékk ég eftirfarandi smáskilaboð í símann minn frá vit, sennilega af þessari síðu þar sem ég gef upp hlekk hérna í hægra horni uppi til að senda á mig SMS; „Mig þráir í kynlíf...“ að sjálfsögðu nafnlaust.
Það greip mig örvænting eins og venjulega, ég horfði á símann í rúmar tíu mínútur og táraðist að lokum. Þetta eru þó hreinskilnustu og skemmtilegustu skilaboð sem ég hef fengið í langan tíma, þrátt fyrir þágufallssýki sendanda og þá staðreynd að þetta er líklegast aumt grín.
Meira svona, minna grín!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.