(kaldhæðni)Það velta því eflaust margir fyrir sér hvernig ég plana dagbók þessa (/kaldhæðni) og ég útskýri það hérmeð. Ég er með litla minnisbók með mér hvert sem ég fer og skrái í hana allt sem mér dettur í hug sem passað gæti á bloggið. Það er allt og sumt.
Það bar því til tíðinda síðustu þrjá daga þar sem ég var ekki í námundan við tölvu og skrifaði því ógrinnin öll af hugsunum. Ég nefnilega byrjaði á blaðsíðu númer 10, sem er ágætis árangur (ein hugmynd í hverja línu). Að því tilefni ákvað ég að muna sérstaklega hvað fyrsta hugmyndin að bloggi var á blaðsíðu númer 10 og rita sérstaklega ítarlega um það.
Hugmyndin var semsagt sú að skrifa um það að ég er kominn með 10 blaðsíður af blogghugmyndum og að blogga ítarlega um fyrstu hugmynd tíundu blaðsíðu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.