Í kaffipásunni í dag náði ég að afsanna þjóðsöguna um að karlmenn gætu ekki gert fleiri en einn hlut í einu þegar ég tefldi, borðaði samloku og las fréttablaðið allt í senn. Ég kom vel undirbúinn eftir að hafa æft mig heima í rúma viku og virtist vera með allt á hreinu. Ég kláraði verkefnið að lokum mjög sannfærandi, þó svo að ég hafi tapað skákinni, klínt samlokunni framan í mig án þess að átta mig á því að ég þurfti að opna munninn (og síðar meir tyggja) og starði þess á milli á fréttablaðið, vitandi ekkert.
Þá hef ég lokið enn einu verkefninu sem ég ætlaði mér í þessu lífi en áður hef ég lokið eftirfarandi 'verkefnum':
* Lenda í öðru sæti á fámennu bringusundsmóti í Trékyllisvík
* Fara á Utah Jazz leik
* Sjá um skákklúbb ME
og á eftir að ljúka við þennan lista:
* Lenda í fyrsta sæti á fámennu bringusundsmóti í Trékyllisvík
* Sjá Utah Jazz sigra meistaratitil
* Sjá um skákklúbb HR
* Tefla við Birgittu Haukdal og Maríkó (Threechess)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.