sunnudagur, 9. nóvember 2003

Gærdeginum var eytt í fjórar höfuðsyndir; ágirnd, reiði, græðgi og leti. Ágirnd var sú aðgerð að læra með Bylgju í HR til klukkan 16, þar sem ég horfði á eftir einni og sagði síðar við Bylgju að hún hafi verið mjög flott eintak af kvenmanni. Sú dauðasynd kom mér í koll þar sem við hittum hana aftur í kringlunni stuttu seinna og Bylgja hrópaði "Finnur, þarna er kærastan þín" sem gerði okkur (mig og kærustu mína) frekar vandræðaleg.
Reiðin tengist körfuboltanum sem ég stundaði frá klukkan ca 17 til 19:30. Þar var ég mjög reiður á tímabili yfir hæfileikaleysi mínu og varnarleysi liðs míns. Ég náði þó stjórn á reiðinni áður en eitthvað alvarlegt gerðist.
Græðgin er í sambandi við gærkvöldið þegar ég keypti mér alla heimsins óhollustu og hámaði í mig á meðan ég sat húðlatur við tölvuna á netinu eða við sjónvarpið.
Dagurinn í dag verður þó vonandi öðruvísi, andskotinn hafi það!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.