miðvikudagur, 19. nóvember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég rak í rogastans í gærkvöldi þegar ég flakkaði milli sjónvarpsstöðva. Á skjá einum var þáttur um nokkra logandi homma sem sjá um að skipuleggja líf óhomma (gagnkynhneigðs manns) á einum degi, eða eitthvað þannig. Allavega, ég skipti á stöðina um leið og þeir drógu úr fataskáp óhommanns Utah Jazz vesti og ekki nóg með það heldur var það númer 12, John Stockton en ég á einmitt nákvæmlega eins vesti. Þegar umræðunni um vestið var lokið, og hún var eitthvað á þessa leið (skrifað eftir minni) „úúúúúú....do you listen to Jazz? ahehe Loving it babygirl!“ skipti ég snarlega yfir á karlmannaþátt einhvern þar sem menn drukku bjór, klipu í rassa á konum, hlóu digurbarkalega og leyndu tilfinningum sínum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.