Ég er vægast sagt í sjöunda himni þessa stundina. Ég var að koma úr bókfærsluprófinu þar sem mér gekk fáránlega vel. Á tímabili var ég að hugsa um að æpa upp í miðju prófi „Hvað er þetta eiginlega, á ekkert að reyna á nemendurnar í þessu helvítis prófi??“ en ákvað að sleppa því til lifa út daginn amk. Þegar ég svo kom úr prófinu athuga ég póstinn minn þar sem kemur í ljós að ég hef fengið 9,3 af 10 í vetrareinkunn í stærðfræðinni sem ég kláraði vonandi með lokaprófi á mánudaginn og 9,5 í vetrareinkunn í rekstrarhagfræði, þar af 9,8 fyrir hópverkefni sem ég vann með Óla Rúnar og Oddi rokkara en verkefnið, sem bar nafnið „Hörkufjör á heimavist!“, var með hæstu einkunn í bekknum.
Ég ætla hinsvegar ekki að ræða skilaverkefnið í aðferðafræði, þar sem ég fékk 6,5 auk þess sem -1,0 var dreginn af mér fyrir að hafa Halle Berry utan á verkefninu. Heldur ekki bókfærsluverkefni sem ég vann fyrir einhverju síðan og fékk 7,3 fyrir og var fyrir neðan meðaltalið.
Svona er nú skemmtilegt að vera í skóla.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.