mánudagur, 24. nóvember 2003

Fyrsti dúett, sunginn á spjallforritinu Messenger, fór fram í dag þegar ég og Kristján Orri Magnússon tókum klassíska slagarann "Daginn í dag" eftir Jesús Krist Guðsson. Textinn er eitthvað á þessa leið:

„Daginn í dag, daginn í dag
gerði drottinn guð, gerði drottinn guð
gleðjast ég vil, gleðjast ég vil
og fagna þennan dag, og fagna þennan dag
Daginn í dag gerði drottinn guð
gleðjast ég vil og fagna þennan dag
daginn í dag, daginn í dag
gerði drottinn guð“

Það gerist ekki betra klukkutíma fyrir próf.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.