þriðjudagur, 11. nóvember 2003

Fyrir rúmri viku var ég truflaður við lærdóminn af ungri dömu sem var að safna í undirskriftarlista. Þegar ég athugaði betur sá ég að þarna var á ferðinni Ungfrú Ísland punktur is keppandi, hvorki meira né minna. Á meðan ég ritaði nafn mitt, kennitölu, bankanúmer og leyninúmer á spjaldið hennar velti ég því fyrir mér hvort ég ætti séns í hana. Stuttu eftir að hún yfirgaf herbergið fór ég að velta því fyrir mér undir hvað í ósköpunum ég hafi verið að skrifa. Ég vona bara að það tengist á engan hátt sjálfstæðis eða framsóknarflokknum, allt annað er skárra.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.