Öfgahópar hafa verið með múgæsingu síðustu daga fyrir utan Tunguveg 18, haldandi því fram að síða þessi sé á ýmsan hátt tengd djöflinum. Ég ákvað því að afsanna það í eitt skipti fyrir öll, fór á
þessa síðu og lét hana ákveða þetta. Hér er niðurstaðan:
Til að vera talinn djöfladýrkandi þarf síðan að vera meira en 50% ill. Þannig að hún sleppur fyrir horn. Ég býst við því að fólkið fyrir utan róist við þessa tilkynningu mína.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.