föstudagur, 28. nóvember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á þeim rúmum þremur tímum sem ég notaði í próf dagsins (bókfærslan) fékk ég tvö sms smáskilaboð á símann minn sem var hálfvandræðalegt því mér var gefið illt auga af yfirsetukonunni sökum þess. Þessi tvö sms eru þau einu sem ég hef fengið síðastliðna viku og helmingi fleiri en smsið sem ég fékk fyrir næstum tveimur vikum síðan sem segir mér að þau eigi það til að koma á óheppilegum tíma, vægast sagt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.