laugardagur, 22. nóvember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þegar ég gekk heimleiðis frá Bónus Video verslun í gær, hlustandi á Veridis Quo með Daft punk, eftir vel heppnaða pylsuferð varð ég fyrir áreiti aðdáanda sem potaði í öxlina á mér. Þarna var augljóslega kominn lesandi veftímaritsins 'Við rætur hugans'. Hann bað mig um eiginhandahundraðkall því hann var blankur og langaði í vindil. Ég sagði að það væri það minnsta sem ég gæti gert fyrir diggan lesanda og hann svaraði eins og hógvær róni á til; þóttist ekki kannast við síðuna mína. Ég hló dátt og rétti honum hundrað krónur, vitandi það að veftímaritið mitt nær til jafnvel fátækustu drykkju og reykingasjúklinga.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.