Í dag á myndasíðan mín eins árs afmæli. Það var semsagt þennan dag fyrir akkúrat ári sem ég setti inn slatta af myndum frá kjallarateiti okkar Björgvins í Tjarnarlöndum 14, kjallara en þaðan fluttum við í vor. Merkilegt hvað margt hefur gerst á þessu ári en um leið ekki neitt.
Allavega, hér eru fyrstu myndirnar. Ég hyggst svo innan tíðar, þeas þegar mér gefst tími, setja ca tíu til tuttugu bestu myndirnar frá upphafi upp. Í því verða örugglega myndir sem aldrei hafa birst áður.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.