miðvikudagur, 22. október 2003

Síðastliðinn dagur hefur verið slæmur. Í ljós kom í miðjum dæmatíma í stærðfræði að ég hef verið að vinna röng heimadæmi alla þessa viku, sem eyðileggur rúmlega 8 tíma vinnu. Aldrei þessu vant mætti strætóinn á réttum tíma eftir skólann en þá var ég auðvitað rétt ókominn. Sá hann fara í ca 100 metra fjarlægð, hlaupandi. Þá tók ég þá afdrífaríku ákvörðun að fara í Bónus að versla. Það þarf auðvitað ekkert að segja meira um það en fyrir þá sem hafa aldrei stigið þangað inn er það eins og að koma í dýragarð, eftir að öllum hættulegu dýrunum hefur verið hleypt út. Allar húsmæður landsins láta eins og hver vara sé sú síðasta. Ég óska ekki verstu óvinum mínum að versla í þessari verslun.

Eftir svona daga er ég bara feginn að búa ekki í bandaríkjunum þar sem auðvelt væri fyrir mig að ná mér í byssur og taka smá skotæði í skólanum, slíkt var skap mitt undir lokin.

Ég ákvað því að vera góður við sjálfan mig um kvöldið, eldaði spaghettí með nautahakki og meðlæti (tvær afgangs kartöflur sem Guggur ætlaði að henda). Eftir frábæra máltíð settist ég niður og vann í réttu heimadæmunum í stærðfræðinni undir fögrum tónum Nick Cave til klukkan rúmlega 23:00. Ég róaðist þó algjörlega niður eftir að ég niðurhlóð Pottþétt Vitund 1 og hlustaði á, en einhver stal þeim diski úr fórum mínum fyrir nokkrum árum. Ég endurnýjaði kynni mín af þessu meistaraverki og komst í snertingu við mitt innra sjálf, þá á ég við mitt deildaða innra sjálf þar sem ég reiknaði um leið eins og óð fluga.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.